Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 09:45 „U can´t touch this,“ eða „Þið getið ekki snert þetta,“ á ástkæra ylhýra söng MC Hammer á sínum tíma. Það átti svo sannarlega við Nets og Tatum í nótt en hann var ósnertanlegur allan leikinn og skoraði 50 stig. Adam Glanzman/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira