Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 09:45 „U can´t touch this,“ eða „Þið getið ekki snert þetta,“ á ástkæra ylhýra söng MC Hammer á sínum tíma. Það átti svo sannarlega við Nets og Tatum í nótt en hann var ósnertanlegur allan leikinn og skoraði 50 stig. Adam Glanzman/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira