Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór þakkar uppeldisfélaga sínum Helga Magnússyni fyrir leikinn. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. „Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16