Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Drífa Snædal skrifar 28. maí 2021 12:00 Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun