Milwaukee Bucks fyrsta liðið til að komast í 2-0 en Denver jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í sigri Milwaukee Bucks í nótt. AP/Jeffrey Phelps Milwaukee Bucks og Denver Nuggets fögnuðu sigri í leikjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021 NBA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021
NBA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira