„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:00 Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir segja Valskonur þurfa að stíga upp í komandi einvígi við Hauka. Þær búast við spennandi einvígi sem geti vel farið í fimm leiki. Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum