Innlent

Skora á SÍS að „hysja upp um sig buxurnar“ og stytta vinnu­vikuna

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. vísir/vilhelm

Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) segir að Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) og sveitar­fé­lög vítt og breytt um landið hafi ekki sinnt því að inn­leiða styttingu vinnu­vikunnar sem samið var um í kjara­samningum í fyrra. Sam­bandið segir sveitar­fé­lögin fá „al­gera fall­ein­kunn“.

For­manna­fundur SGS var haldinn í dag og sendi sam­bandið frá sér til­kynningu eftir hann þar sem miklum á­hyggjum var lýst yfir með fram­kvæmd á út­færslu styttingar vinnu­vikunnar.

„Saman­tekin töl­fræði sýnir að starfs­fólk á skrif­stofum semur um fulla styttingu án teljandi vand­kvæða en starfs­fólk í leik- og grunn­skólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykja­víkur­borg hafa staðið sig betur,“ segir í til­kynningunni.

„Fundurinn skorar á Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga og sveitar­fé­lögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjara­samning.“

Úr 40 í 36

Skrifað var undir kjara­samningana í byrjun árs 2020. Þar var kveðið á um styttingu vinnu­vikunnar, sem verka­lýðs­hreyfingin hefur barist fyrir í ára­tugi. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld en samningarnir kveða á um 36 klukkustunda vinnuviku.

Inn­leiðing breytinganna í dag­vinnu tóku gildi 1. janúar í ár og á hún nú að vera komin til fram­kvæmda. Sam­kvæmt SGS hefur þessu þó ekki verið fylgt eftir af sveitar­fé­lögunum. „Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opin­berir vinnu­veit­endur standi við kjara­samninginn og tryggi launa­fólki þá styttingu sem um var samið.“

Til­kynningin í heild sinni:

Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu

Verka­lýðs­hreyfingin hefur barist fyrir því í ára­tugi að vinnu­vikan verði stytt hjá launa­fólki. Í kjara­samningum við ríki og sveitar­fé­lög sem undir­ritaðir voru 2020 voru stigin þýðingar­mikil skref til styttingar vinnu­vikunnar.

Inn­leiðing þeirra breytinga í dag­vinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til fram­kvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opin­berir vinnu­veit­endur standi við kjara­samninginn og tryggi launa­fólki þá styttingu sem um var samið. 

For­manna­fundur SGS haldinn í Mý­vatns­sveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum á­hyggjum með fram­kvæmd á út­færslu styttingar vinnu­vikunnar hjá sveitar­fé­lögunum um land allt. Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga og sveita­fé­lögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verk­efninu og fá al­gera falleinkun.

Saman­tekin töl­fræði sýnir að starfs­fólk á skrif­stofum semur um fulla styttingu án teljandi vand­kvæða en starfs­fólk í leik- og grunn­skólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykja­víkur­borg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga og sveitar­fé­lögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjara­samning.


Tengdar fréttir

Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30

Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×