Allir leikirnir sýndir beint í sögulegu og umdeildu umspili NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 13:00 Lið þeirra LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Stephen Curry hjá Golden State Warriors mætast í umpili NBA deildarinnar. Getty/Harry How Deildarkeppni NBA er lokið en það eru samt enn fjögur laus sæti í úrslitakeppninni. Átta lið keppa um þessu fjögur lausu sæti í umspilinu í þessari viku og allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport. NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8)
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira