Körfubolti

Var hálfgert fát á mönnum til að byrja með

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Vilhelm

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum sáttur eftir sigur í fyrsta leik í viðureigninni við Tindastól. Skotin voru ekki að detta hjá hans mönnum en Hjalti var sáttur við viðbrögðin. Lokatölur 79-71 Keflavík í vil.

„Við náttúrulega hittum bara rosalega illa og svo var hálfgert fát á mönnum til að byrja með. Menn að hlaupa kerfin vitlaust og svona. En þeir voru náttúrulega með stórann mann á Herði, en við höfðum gert ráð fyrir því. Menn þurfut svona aðeins að átta sig á umhverfinu.“

Hjalti var ekki hissa á varnarleik bróður síns, Harðar sem átti frábæran leik á þeim enda vallarins.

„Já hann var bara settur til höfuðs Tomsick og gerði það bara eins vel og er hægt að gera það. En við vorum svolítið að gleyma okkur í öðrum leikmönnum, sérstaklega í transition varnarleik. Vorum að gleyma skotmönnum og hlaupa að ekki skotmönnum. Vantaði bara að vera smart.“

Reggie Dupree kom fyrstu inn af bekknum í dag. Aðspurður sagði Hjalti að það væri vegna þess að hann ætti að skipta við Hörð á Nick Tomsick.

„Já það var hugmyndin að láta Reggie taka við af Herði á Tomsick svo Hörður væri ekki alltaf á honum. En Hörður ákvað sjálfur bara að taka hann og vildi bara halda áfram,“ sagði Hjalti að endingu.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×