Körfubolti

Sjáðu Martin skora flautukörfu frá miðju á móti Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson sést hér skjóta á körfuna frá miðju á móti Real Madrid.
Martin Hermannsson sést hér skjóta á körfuna frá miðju á móti Real Madrid. Samsett/Getty&S2 Sport

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var flottur í sigri Valencia á Real Madrid í spænska körfuboltanum um helgina.

Martin skoraði alls ellefu stig á sautján og hálfri mínútu en var hann næststigahæstur hjá Valenica í þessum sigri.

Það var aðeins Bandaríkjamaðurinn Mike Tobey sem skoraði meira en Tobey var með sextán stig.

Valencia vann þarna tíu stiga útisigur á toppliði Real Madrid, 79-69, og komst upp í fjórða sæti deildarinnar.

Martin hitti úr 4 af 7 skotum sínum í leiknum en eina þriggja stiga skotið hans var mjög eftirminnilegt.

Martin skoraði þá flautukörfu í lok þriðja leikhluta en hann skaut þá flotskoti frá miðju.

Hér fyrir neðan má sjá klippu með þessari mögnuðu flautukörfu sem og körfur Martins í leiknum.

Klippa: Flautukarfa MartinsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.