Körfubolti

Haukakonur halda heimavallaréttinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik hjá Haukum.
Úr leik hjá Haukum.

Lokaumferð Dominos deildar kvenna í körfubolta fór fram í dag en öll helstu sætin í stöðutöflunni voru ráðin þegar kom að lokaumferðinni.

Keflavíkurkonur eygðu þess von að vinna sig upp í 2.sæti deildarinnar en til þess hefðu þær þurft að sigra Val og treysta á að Haukar myndu tapa fyrir föllnu liði KR. Sú varð aldeilis ekki raunin.

Haukar unnu stórsigur á KR í Frostaskjólinu þar sem leiknum lauk 57-103 fyrir Haukum. Alyesha Lovett stigahæst með 27 stig.

Á sama tíma unnu deildarmeistarar Vals nokkuð öruggan sigur á Keflavík, 68-81. 

Fjölnir lagði Skallagrím, 83-102 á meðan Snæfell lagði Breiðablik að velli eftir framlengdan leik, 81-75.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.