Handbolti

Yfirburðir Barcelona og Kielce algjörir heima fyrir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson verður líklega áfram hjá einu albesta liði heims, Barcelona.
Aron Pálmarsson verður líklega áfram hjá einu albesta liði heims, Barcelona. Getty/Martin Rose

Íslenskir handknattleiksmenn voru á ferðinni víða um Evrópu í dag.

Aron Pálmarsson gerði tvö mörk úr tveimur skotum í öruggum sigri Barcelona á Incarlopsa Cuenca í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aleix Gomez atkvæðamestur Börsunga með sjö mörk.

Verðandi samherjar Arons í Álaborg unnu öruggan sex marka sigur á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik fyrir Kielce þegar liðið vann öruggan nítján marka sigur í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Í franska handboltanum gerði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans PAUC Aix tapaði með minnsta mögulega mun fyrir Toulouse, 28-29.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.