Körfubolti

Sóknarleikur Keflavíkur býður upp á marga möguleika sem erfitt er að eiga við

Andri Már Eggertsson skrifar
Finnur Freyr þungur á brún eftir tap gegn Keflavík.
Finnur Freyr þungur á brún eftir tap gegn Keflavík. Vísir/Hulda Margrét

Valur tapaði fyrir deildarmeisturum Keflavíkur í kvöld. Keflavík unnu alla leikhluta leiksins og voru betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. 

„Keflavík spiluðu mjög vel í kvöld, við vorum lélegir varnarlega frá 4 mínútu, sem gerir það að verkum að þú vinnur ekki Keflavík," sagði Finnur Freyr þjálfari Vals

Valur gerði fyrstu 8 stigin í leiknum en við tók þá rosalegt áhlaup Keflavíkur sem varð til þess að Valur fór að elta strax í byrjun leiks.

„Við mættum ákveðnir til leiks, Keflavík er svo vel skipulagt lið að þeir fara aldrei á taugum við að lenda nokkrum stigum undir snemma leiks, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum kafla og þegar Keflavík kemst í gírinn er erfitt að eiga við þá." 

Sóknarleikur Keflavíkur hefur verið til fyrirmyndar allt tímabilið og játaði Finnur það að það er mjög erfitt að eiga við þá.

„Það er mjög erfitt að eiga við sóknarleikinn hjá þeim, þeir spila góða vagg og veltu en það er bara lítil hluti af þeirra leik. Milka var góður í kvöld og þegar þriggja stiga skotin þeirra detta líka þá er mjög erfitt að eiga við þá." 

Sinisa Bilic byrjaði leikinn fyrir Val en meiddist í 1. leikhluta þar sem hann snéri sig á ökla og kom ekki meira við sögu.

„Hann snéri sig á ökla strax í upphafi leik, hann reyndi að harka það af sér í nokkrar mínútur en við tókum enga sénsa þegar það er stutt í úrslitakeppnina og því hvíldum við hann," sagði Finnur að lokum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.