Körfubolti

Zion með brákaðan fingur og frá ó­tíma­bundið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zion verður líklega ekki meira með Pelicans á leiktíðinni.
Zion verður líklega ekki meira með Pelicans á leiktíðinni. EPA-EFE/SHAWN THEW

Zion Williamson, miðherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, virðist hafa lokið leik á tímabilinu en hann er með brákaðan fingur.

Zion er á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann hefur verið öflugur í liði Pelicans það sem af er tímabili en það ætlar þó ekki að duga liðinu til að komast í úrslitakeppni.

Liðið er sem stendur í 11. sæti Vesturdeildarinnar og þar sem það eru aðeins sex leikir eftir af tímabilinu er það orðið full langsótt að liðið endi í sæti sem myndi hleypa því í umspil um að komast í úrslitakeppnina.

Zion er með 27 stig, 7.2 fráköst og 3.7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.