NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 15:01 Kyrie Irving og félagar í Brooklyn Nets eru ekki að spila vel þessa dagana og stórleikur Irving dugði ekki í nótt. AP/Aaron Gash Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021) NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021)
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira