Konur rísa upp – aftur Drífa Snædal skrifar 7. maí 2021 14:30 Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun