Sjálfstæðisstefnan til varnar einkaframtakinu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:00 Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun