Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi Sabina Westerholm skrifar 7. maí 2021 07:02 Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eistland Lettland Litháen Menning Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun