NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Tim Hardaway Jr. skorar hér einn af tíu þristum sínum í leiknum á móti Miami Heat. AP/Wilfredo Lee Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021) NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021)
NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti