NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Tim Hardaway Jr. skorar hér einn af tíu þristum sínum í leiknum á móti Miami Heat. AP/Wilfredo Lee Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021) NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021)
NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira