NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Tim Hardaway Jr. skorar hér einn af tíu þristum sínum í leiknum á móti Miami Heat. AP/Wilfredo Lee Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021) NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021)
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira