Körfubolti

NBA dagsins: Mögnuð frammi­staða Tatum, toppslagur Vestursins og af­hroð meistaranna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jayson Tatum var vel fagnað í leikslok.
Jayson Tatum var vel fagnað í leikslok. Maddie Malhotra/Getty Images

Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Jayson Tatum skoraði 60 stig í ótrúlegum þriggja stiga sigri Boston Celtics á San Antonio Spurs en eftir framlengingu höfðu Celtics betur, lokatölur 143-140. Tatum jafnaði þar með stigamet goðsagnarinnar Larry Bird en hann er eini leikmaður í sögu félagsins til að skora 60 stig í einum og sama leiknum.

Utah Jazz missti toppsætið í Vesturdeildinni eftir 21 stigs tap gegn Phoenix Suns í nótt. Lokatölur 121-100 og ljós tað Utah saknar Donovan Mitchell. Devin Booker stal hins vegar fyrirsögnunum en hann skoraði 31 stig í leiknum.

Þá tókst meisturum Los Angeles Lakers á einhvern hátt að tapa gegn arfaslöku liði Sacramento Kings. Og það í endurkomu LeBron James. Lokatölur 110-106 Kings í vil.

Allt það helsta úr leikjunum þremur ásamt mögnuðustu tilþrifum næturinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×