Skaði skattaskjóla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2021 17:17 „Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun