Tölum um dauðann Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 29. apríl 2021 08:01 Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar