Handbolti

Daníel Þór færir sig um set

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Þór mun spila í Þýskalandi á næstu leiktíð.
Daníel Þór mun spila í Þýskalandi á næstu leiktíð. Ribe-Esbjerg

Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur ákveðið að færa sig um set og mun leika með þýska úrvalsdeildarfélaginu Balingen-Weilstetten á næstu leiktíð. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með danska félaginu Ribe-Esbjerg.

Hinn 25 ára gamli Daníel Þór á að baka 30 leiki fyrir íslenska landsliðið. Áður en hann hélt í atvinnumennsku lék hann með Haukum og Val hér á landi. Eftir tvö ár í Danmörku hefur hann ákveðið að færa sig um set og halda til Þýskalands.

Balingen-Weilstatten varð fyrir valinu og má reikna með að Oddur Gretarsson hafi sagt fallega hluta um liðið en Oddur hefur farið mikinn með félaginu á leiktíðinni. Liðið er sem stendur í 16. sæti og í fallbaráttu en stefnir í að það haldi sæti sínu.

„Er spenntur fyrir því að spila með félaginu. Er klár í að taka næsta skref á mínum ferli og get ekki beðið eftir að tímabilið fari af stað,“ sagði Daníel Þór í fréttatilkynningu á vefsíðu Balingen.

Hvergi kom þó fram hversu langan samning Daníel Þór gerir við félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.