Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar, Sólveig Rós Másdóttir og Þórunn Freyja Gústafsdóttir skrifa 27. apríl 2021 11:00 Til að geta barn þarf þrennt: sæðisfrumu, eggfrumu og leg fyrir barnið að vaxa í. Mörg pör búa yfir þessu þrennu og geta sín börn án vandræða eða aðstoðar. Önnur pör eru ekki í þeirri stöðu, til dæmis ef þeirra kynfrumur eru ekki hressar og sprækar vegna aldurs, sjúkdóma, krabbameinsmeðferðar eða annars eða ef báðir einstaklingar búa yfir sömu kynfrumunum, eins og í dæmi tveggja kvenna sem báðar hafa eggfrumur og leg en ekkert sæði. Svo kjósa sumir einstaklingar að eignast barn án maka. Í þessum tilvikum er mögulegt að fá kynfrumur frá þriðja aðila til að geta barn, annaðhvort gjafaegg eða gjafasæði eða jafnvel bæði. Einstaklingar þá annaðhvort gefa eða selja sínar kynfrumur í þeim tilgangi að aðstoða aðra við barneignir. Fjöldi fjölskyldna á Íslandi og um allan heim hefur notast við gjafagetnað og æ fleiri einstaklingar getnir með gjafakynfrumum fæðast og verða eldri með hverjum deginum. Í dag, 27. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað, eða International Donor Conception Awareness Day. Tilgangur dagsins er meðal annars að vekja athygli á: Að fjölskyldur verða til á allskonar máta. Að upplifun og reynsla einstaklinga getinna með gjafakynfrumum er einstaklingsbundin og mismunandi yfir æviskeiðið. Fjölskyldusköpun hinsegin fólks. Mismunandi ástæðum þess að fólk þurfi á gjafakynfrumum að halda og að fólk á ekki að upplifa skömm þurfi það að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns ófrjósemisvanda. Réttindum gjafa til að fá upplýsingar um hugsanleg áhrif kynfrumugjafar á eigin heilsufar og hvaða áhrif það getur haft á gjafa út lífið að hafa gefið eða selt kynfrumur. Fjölbreytt fjölskylduform eru orðin nokkuð samfélagslega samþykkt á Íslandi, fjölskyldur eru allskonar og allar jafn gildar. Fjöldi einstaklinga hefur orðið til fyrir tilstilli gjafakynfruma frá þriðja aðila. Stundum er augljóst að utanaðkomandi aðstoð hefur verið nauðsynleg, eins og þegar barn á tvær mæður sem báðar eru sískynja. Þegar barn á bæði föður og móður hefur þessum upplýsingum þó stundum verið haldið leyndum enda var það talið æskilegast hér áður fyrr. Sífellt fleiri einstaklingar taka DNA próf sem hægt er að fá í næsta apóteki eða netverslun og því eru líkurnar á að líffræðilegur uppruni einstaklings haldist leyndarmál æ minni. Að uppgötva sannleikann óvænt getur verið mikið áfall. Mikil framþróun hefur orðið í umræðunni um stöðu og réttindi einstaklinga sem eru getnir með gjafakynfrumum og er í dag mælt með því að börn viti söguna um uppruna sinn frá upphafi. Við viljum opna umræðuna og ef þarna úti leynast foreldrar sem hafa ekki sagt börnum sínum frá líffræðilegum uppruna sínum þá hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og gera það í dag. Við styðjum við þingsályktunartillögu sem lögð var fram af Silju Dögg Gunnarsdóttur og fleiri þingmönnum um að börn eigi rétt á að þekkja líffræðilegan uppruna sinn (þingskjal nr. 193/2020-2021). Líkt og umboðsmaður barna hefur bent á kemur núverandi fyrirkomulag, í þeim tilfellum þar sem kynfrumugjafi hefur kosið nafnleysi, í veg fyrir að börn njóti þess sjálfsagða réttar að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Í 8. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013, kemur fram að barn eigi rétt á að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Á það einnig við um líffræðileg einkenni ásamt læknis- og erfðafræðilegum upplýsingum um líffræðilega ættingja og blóðtengsl. Hvetjum við því bæði verðandi foreldra og gjafa til að kjósa rekjanlega eða jafnvel þekkta gjöf. Þau okkar sem eiga börn getin með gjafakynfrumu höfum mörg hver átt í erfiðleikum með að samþykkja að börn okkar séu ekki að fullu blóðskyld okkur eða maka okkar og að þessi leið hafi verið nauðsynleg. Því getur verið freistandi að líta á tengsl barna okkar við þann einstakling sem lagði til hluta af erfðaefni þeirra sem léttvæg til að ítreka að við séum foreldrarnir. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að saga barna okkar er þeirra eigin saga og að okkar hlutverk er að styðja við þau sem einstaklinga. Sumir einstaklingar sem getnir eru með gjafakynfrumum hafa lítinn eða engan áhuga á gjafanum, aðrir eru forvitnir eða vilja fá upplýsingar um heilsufar sem gæti skipt þau máli og enn aðrir upplifa djúpstæða forvitni eða löngun til að kynnast þessum hluta af sér betur. Til dæmis sóttust 34% einstaklinga sem getnir voru með rekjanlegum gjafa í The Sperm Bank of California eftir upplýsingum um gjafann þegar þeir náðu 18 ára aldri á fyrstu 10 árunum eftir að boðið var upp á rekjanlega gjafa. Einungis hluti þeirra hafði áhuga á að hafa samband við hann. Einnig geta skoðanir breyst með aldrinum og þegar aðstæður breytast, til dæmis þegar börnin fullorðnast og verða sjálf foreldrar. Mikilvægt er að börn fái þær upplýsingar frá foreldrum að við virðum þeirra upplifun og að við munum ekki líta á það sem höfnun ef að börnin okkar eru forvitin um gjafann og vilji jafnvel hitta hann, eða vilja kynnast öðrum einstaklingum sem getnir eru af sama gjafa ef svo ber undir. Þvert á móti eru fjölskyldur allskonar og ávallt rými í hjarta og huga fyrir fleiri einstaklinga í lífi okkar og barnanna okkar. Á sama tíma viljum við hvetja aðstandendur og almenning til að fara varlega þegar spurt er um gjafann eða uppruna gjafabarna. Ekki er viðeigandi að spyrja börn tveggja kvenna um „pabbann” eða gefa skyn að systkini séu ekki „alvöru” systkini ef þau deila ekki erfðaefni þó þau séu alin upp í sömu fjölskyldu. Einnig er skynsamlegt að fara varlega þegar rýnt er í hverjum barnið er líkt. Börn sem getin eru með gjafakynfrumum eru vissulega börn foreldra sinna þó þau eigi einnig rætur í aðrar áttir. Fjölskyldubönd eru ekki aðeins líffræðileg heldur líka félagsleg og líkindi ein og sér skapa ekki fjölskyldutengsl heldur er það umönnunin sem skapar og styrkir tengslin. Allar fjölskyldur eru alvöru, sama hvernig þær urðu til eða eru samsettar. Við hvetjum ykkur til að fylgja Gjöf, félagi um gjafagetnað á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin #IDCAD, #donorconceptionawarenessday og #felagidgjof til að deila ykkar reynslu af gjafagetnaði. Höfundar eru foreldrar gjafabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Til að geta barn þarf þrennt: sæðisfrumu, eggfrumu og leg fyrir barnið að vaxa í. Mörg pör búa yfir þessu þrennu og geta sín börn án vandræða eða aðstoðar. Önnur pör eru ekki í þeirri stöðu, til dæmis ef þeirra kynfrumur eru ekki hressar og sprækar vegna aldurs, sjúkdóma, krabbameinsmeðferðar eða annars eða ef báðir einstaklingar búa yfir sömu kynfrumunum, eins og í dæmi tveggja kvenna sem báðar hafa eggfrumur og leg en ekkert sæði. Svo kjósa sumir einstaklingar að eignast barn án maka. Í þessum tilvikum er mögulegt að fá kynfrumur frá þriðja aðila til að geta barn, annaðhvort gjafaegg eða gjafasæði eða jafnvel bæði. Einstaklingar þá annaðhvort gefa eða selja sínar kynfrumur í þeim tilgangi að aðstoða aðra við barneignir. Fjöldi fjölskyldna á Íslandi og um allan heim hefur notast við gjafagetnað og æ fleiri einstaklingar getnir með gjafakynfrumum fæðast og verða eldri með hverjum deginum. Í dag, 27. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað, eða International Donor Conception Awareness Day. Tilgangur dagsins er meðal annars að vekja athygli á: Að fjölskyldur verða til á allskonar máta. Að upplifun og reynsla einstaklinga getinna með gjafakynfrumum er einstaklingsbundin og mismunandi yfir æviskeiðið. Fjölskyldusköpun hinsegin fólks. Mismunandi ástæðum þess að fólk þurfi á gjafakynfrumum að halda og að fólk á ekki að upplifa skömm þurfi það að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns ófrjósemisvanda. Réttindum gjafa til að fá upplýsingar um hugsanleg áhrif kynfrumugjafar á eigin heilsufar og hvaða áhrif það getur haft á gjafa út lífið að hafa gefið eða selt kynfrumur. Fjölbreytt fjölskylduform eru orðin nokkuð samfélagslega samþykkt á Íslandi, fjölskyldur eru allskonar og allar jafn gildar. Fjöldi einstaklinga hefur orðið til fyrir tilstilli gjafakynfruma frá þriðja aðila. Stundum er augljóst að utanaðkomandi aðstoð hefur verið nauðsynleg, eins og þegar barn á tvær mæður sem báðar eru sískynja. Þegar barn á bæði föður og móður hefur þessum upplýsingum þó stundum verið haldið leyndum enda var það talið æskilegast hér áður fyrr. Sífellt fleiri einstaklingar taka DNA próf sem hægt er að fá í næsta apóteki eða netverslun og því eru líkurnar á að líffræðilegur uppruni einstaklings haldist leyndarmál æ minni. Að uppgötva sannleikann óvænt getur verið mikið áfall. Mikil framþróun hefur orðið í umræðunni um stöðu og réttindi einstaklinga sem eru getnir með gjafakynfrumum og er í dag mælt með því að börn viti söguna um uppruna sinn frá upphafi. Við viljum opna umræðuna og ef þarna úti leynast foreldrar sem hafa ekki sagt börnum sínum frá líffræðilegum uppruna sínum þá hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og gera það í dag. Við styðjum við þingsályktunartillögu sem lögð var fram af Silju Dögg Gunnarsdóttur og fleiri þingmönnum um að börn eigi rétt á að þekkja líffræðilegan uppruna sinn (þingskjal nr. 193/2020-2021). Líkt og umboðsmaður barna hefur bent á kemur núverandi fyrirkomulag, í þeim tilfellum þar sem kynfrumugjafi hefur kosið nafnleysi, í veg fyrir að börn njóti þess sjálfsagða réttar að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Í 8. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013, kemur fram að barn eigi rétt á að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Á það einnig við um líffræðileg einkenni ásamt læknis- og erfðafræðilegum upplýsingum um líffræðilega ættingja og blóðtengsl. Hvetjum við því bæði verðandi foreldra og gjafa til að kjósa rekjanlega eða jafnvel þekkta gjöf. Þau okkar sem eiga börn getin með gjafakynfrumu höfum mörg hver átt í erfiðleikum með að samþykkja að börn okkar séu ekki að fullu blóðskyld okkur eða maka okkar og að þessi leið hafi verið nauðsynleg. Því getur verið freistandi að líta á tengsl barna okkar við þann einstakling sem lagði til hluta af erfðaefni þeirra sem léttvæg til að ítreka að við séum foreldrarnir. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að saga barna okkar er þeirra eigin saga og að okkar hlutverk er að styðja við þau sem einstaklinga. Sumir einstaklingar sem getnir eru með gjafakynfrumum hafa lítinn eða engan áhuga á gjafanum, aðrir eru forvitnir eða vilja fá upplýsingar um heilsufar sem gæti skipt þau máli og enn aðrir upplifa djúpstæða forvitni eða löngun til að kynnast þessum hluta af sér betur. Til dæmis sóttust 34% einstaklinga sem getnir voru með rekjanlegum gjafa í The Sperm Bank of California eftir upplýsingum um gjafann þegar þeir náðu 18 ára aldri á fyrstu 10 árunum eftir að boðið var upp á rekjanlega gjafa. Einungis hluti þeirra hafði áhuga á að hafa samband við hann. Einnig geta skoðanir breyst með aldrinum og þegar aðstæður breytast, til dæmis þegar börnin fullorðnast og verða sjálf foreldrar. Mikilvægt er að börn fái þær upplýsingar frá foreldrum að við virðum þeirra upplifun og að við munum ekki líta á það sem höfnun ef að börnin okkar eru forvitin um gjafann og vilji jafnvel hitta hann, eða vilja kynnast öðrum einstaklingum sem getnir eru af sama gjafa ef svo ber undir. Þvert á móti eru fjölskyldur allskonar og ávallt rými í hjarta og huga fyrir fleiri einstaklinga í lífi okkar og barnanna okkar. Á sama tíma viljum við hvetja aðstandendur og almenning til að fara varlega þegar spurt er um gjafann eða uppruna gjafabarna. Ekki er viðeigandi að spyrja börn tveggja kvenna um „pabbann” eða gefa skyn að systkini séu ekki „alvöru” systkini ef þau deila ekki erfðaefni þó þau séu alin upp í sömu fjölskyldu. Einnig er skynsamlegt að fara varlega þegar rýnt er í hverjum barnið er líkt. Börn sem getin eru með gjafakynfrumum eru vissulega börn foreldra sinna þó þau eigi einnig rætur í aðrar áttir. Fjölskyldubönd eru ekki aðeins líffræðileg heldur líka félagsleg og líkindi ein og sér skapa ekki fjölskyldutengsl heldur er það umönnunin sem skapar og styrkir tengslin. Allar fjölskyldur eru alvöru, sama hvernig þær urðu til eða eru samsettar. Við hvetjum ykkur til að fylgja Gjöf, félagi um gjafagetnað á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin #IDCAD, #donorconceptionawarenessday og #felagidgjof til að deila ykkar reynslu af gjafagetnaði. Höfundar eru foreldrar gjafabarna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun