Síðasta æviskeiðið og lífslokin Sandra B. Franks skrifar 26. apríl 2021 14:35 Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun