Ísland í forystu Hugrún Elvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 08:00 - Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
- Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar