Ísland í forystu Hugrún Elvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 08:00 - Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
- Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar