Curry með ótrúlega skotsýningu í sigri á toppliðinu í austrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:31 Stephen Curry hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og undanfarnar vikur. getty/Rich Schultz Stephen Curry og Nikola Jokic áttu stórkostlega leiki fyrir lið sín, Golden State Warriors og Denver Nuggets, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira