NBA dagsins: Ætlaði að fagna uppi á borði eins og Wade eftir fyrstu sigurkörfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 15:00 Samherjar Bams Adebayo fagna með honum eftir að hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets í gær. ap/Wilfredo Lee Bam Adebayo skoraði sína fyrstu sigurkörfu á NBA-ferlinum þegar hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets, 109-107, í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira