NBA dagsins: Ætlaði að fagna uppi á borði eins og Wade eftir fyrstu sigurkörfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 15:00 Samherjar Bams Adebayo fagna með honum eftir að hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets í gær. ap/Wilfredo Lee Bam Adebayo skoraði sína fyrstu sigurkörfu á NBA-ferlinum þegar hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets, 109-107, í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira