NBA dagsins: Ætlaði að fagna uppi á borði eins og Wade eftir fyrstu sigurkörfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 15:00 Samherjar Bams Adebayo fagna með honum eftir að hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets í gær. ap/Wilfredo Lee Bam Adebayo skoraði sína fyrstu sigurkörfu á NBA-ferlinum þegar hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets, 109-107, í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira