Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun Signý Jóhannesdóttir skrifar 16. apríl 2021 13:30 Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar