Stefna á að byrja að spila í lok næstu viku og bikarkeppnin bíður væntanlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2021 12:40 Úr leik í Domino's deild kvenna. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands ætlar að klára Íslandsmótið innan þess tímaramma sem búið var að setja. Stefnt er á að keppni hefjist aftur í lok næstu viku. Banni við æfingum og keppni í íþróttum innanlands verður aflétt á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Íþróttabann hefur verið í gildi frá því á miðnætti miðvikudagskvöldið 24. mars. „Við erum mjög sátt en hefðum viljað vera búin að koma á æfingum, sérstaklega á afreksstigi, fyrr í gang. En að sjálfsögðu erum við sátt og þetta er það sem við bjuggumst við að kæmi út úr fundinum,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. KKÍ hafði gefið sér frest fram til júníloka til að ljúka Íslandsmótinu. Og áfram er stefnt að því. Eins og staðan er núna verður bikarkeppnin væntanlega látin bíða en hún verður kláruð á endanum. „Við erum bjartsýn og munum reyna allt sem hægt er til að klára mótið,“ sagði Hannes. „Það eru allar líkur á að við bíðum með bikarinn en hann verður kláraður. Við þurfum bara að skoða hvernig við getum komið honum inn,“ sagði Hannes og bætti við svo gæti farið að bikarkeppnin yrði spiluð næsta haust. Að sögn Hannesar er stefnan sett á að byrja að spila aftur í næstu viku. „Æfingar geta hafist á fimmtudaginn og við horfum á að hefja keppni í lok næstu viku,“ sagði Hannes. Hann segir að stefnan sé sett á að ljúka keppni í Domino's deildunum í kringum 10. maí. Síðan tekur úrslitakeppnin við. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Banni við æfingum og keppni í íþróttum innanlands verður aflétt á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Íþróttabann hefur verið í gildi frá því á miðnætti miðvikudagskvöldið 24. mars. „Við erum mjög sátt en hefðum viljað vera búin að koma á æfingum, sérstaklega á afreksstigi, fyrr í gang. En að sjálfsögðu erum við sátt og þetta er það sem við bjuggumst við að kæmi út úr fundinum,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. KKÍ hafði gefið sér frest fram til júníloka til að ljúka Íslandsmótinu. Og áfram er stefnt að því. Eins og staðan er núna verður bikarkeppnin væntanlega látin bíða en hún verður kláruð á endanum. „Við erum bjartsýn og munum reyna allt sem hægt er til að klára mótið,“ sagði Hannes. „Það eru allar líkur á að við bíðum með bikarinn en hann verður kláraður. Við þurfum bara að skoða hvernig við getum komið honum inn,“ sagði Hannes og bætti við svo gæti farið að bikarkeppnin yrði spiluð næsta haust. Að sögn Hannesar er stefnan sett á að byrja að spila aftur í næstu viku. „Æfingar geta hafist á fimmtudaginn og við horfum á að hefja keppni í lok næstu viku,“ sagði Hannes. Hann segir að stefnan sé sett á að ljúka keppni í Domino's deildunum í kringum 10. maí. Síðan tekur úrslitakeppnin við. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira