Handbolti

Skipa nefnd sem á að móta stefnu kvenna­hand­­bolta hér á landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eflaust ríkir jafn mikil ánægja með ákvörðun HSÍ og má sjá á þessari mynd.
Eflaust ríkir jafn mikil ánægja með ákvörðun HSÍ og má sjá á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét

Á ársþingi HSÍ í gær var ákveðið að skipa nefnd sem mun móta stefnu framtíðar kvennahandbolta hér á landi. Afrekstefna sambandsins var einnig uppfærð og þá var staðfest að HSÍ hafi skilað hagnaði þriðja árið í röð.

Í gærkvöld fór 64. ársþing Handknattleikssambands Íslands fram. Vegna samkomutakmarkana fór þingið fram í gegnum fjarfundarbúnað, eitthvað sem er orðið að vana á þessum skrítnu tímum.

HSÍ hefur ákveðið að leggja meira púður í kvennahandbolta en hefur áður verið gert. Skipuð verður nefnd með það að markmiði að móta stefnu kvennahandboltans á Íslandi. Þá var tillaga HK um að fjölda liðum í efstu deild kvenna felld á þinginu.

Eins og segir hér að ofan þá skilaði sambandið hagnaði þriðja árið í röð. Velta HSÍ var í kringum 249 milljónir íslenskra króna eða tæplega 50 milljónum lægri en árið 2019. Hagnaður sambandsins á síðasta ári var rúmar 53 milljónir.

Aukinn hagnaður skýrist aðallega á samdrætti í verkefnum ársins 2020 en sum þeirra hafa færst yfir til ársins í ár, 2021. Þá var mikið aðhald á rekstri sambandsins vegna kórónuveirunnar.

Ársskýrslu HSÍ má nálgast hér.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×