Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 08:30 Steph Curry er nú stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum