Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 07:32 Utah Jazz tapaði sínum fyrsta heimaleik á árinu í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira