Handbolti

Tillögu HK vísað frá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Hauka og Vals í vetur.
Úr leik Hauka og Vals í vetur. vísir/hulda margrét

Olís deild kvenna í handbolta helst óbreytt á næstu leiktíð en þetta var staðfest á ársþingi HSÍ í dag.

HK lagði fram tillögu í að fjölga liðunum í deildinni í tíu en þeirra tillögu var hafnað.

Ársþing HSÍ fór fram í dag með rafrænum hætti en fjölmargir sjálfboðaliðar úr hreyfingunni komu þar saman.

Á fundinum var einnig ákveðið að skipuð yrði nefnd um stefnu kvennahandboltans á Íslandi til framtíðar.

Hér má finna ársskýrslu HSÍ í heild sinni en hagnaður var á rekstri sambandsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.