Handbolti

Leggja til fjölgun liða í efstu deild

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik í Olís-deild kvenna.
Úr leik í Olís-deild kvenna.

Ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fer fram næstkomandi mánudag og liggur ein tillaga frá félögum í landinu fyrir þinginu. Hún kemur úr Kópavogi.

Handknattleiksdeild HK leggur til að liðum í Olís-deild kvenna verði fjölgað í tíu lið en átta lið leika í deildinni á yfirstandandi leiktíð.

HK-ingar vilja að leikin verði þreföld umferð í tíu liða deild frá og með næstu leiktíð en níu lið taka þátt í Grill 66 deildinni, næstefstu deild í núverandi formi og þar af eru þrjú varalið félaga úr efstu deild.

Í greinargerð HK-inga segir meðal annars: „Eins og staðan er núna eru of fá lið í Olísdeild – leikmenn dreifa sér á of fá lið – fáir leikmenn eru að fara úr Olísdeildinni í Grilldeildina og vilja frekar vera á bekknum í Olísdeildinni.“

Ársþing HSÍ fer fram með rafrænum hætti næstkomandi mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×