Nýsköpun og samfélagslegur ávinningur - málefni aldraðra Halldór S. Guðmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun