Nýsköpun og samfélagslegur ávinningur - málefni aldraðra Halldór S. Guðmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun