Lífið

Glímukappi krækti í Eddu Falak

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Crossfit-stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak og Kristján Helgi þjálfari í Mjölni eru nýjasta parið.
Crossfit-stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak og Kristján Helgi þjálfari í Mjölni eru nýjasta parið.

„Það höfðu greinilega margir áhyggjur af mér og buðust til þess að verða kærastar mínir eftir viðtalið,“ segir Edda Falak í samtali við Vísi. Vonbiðlarnir geta nú lagt árar í bát í bili þar sem Mjölnis þjálfarinn Kristján Helgi á hug á hjarta Eddu þessa dagana.

Glöggir fylgjendur Eddu á samfélagsmiðlum tóku eftir mynd af karlmanni sem Edda birti í Story um helgina. Þar mátti greinilega sjá að rómantíkin sveif yfir vötnum.

„Við erum reyndar búin að þekkjast svolítið lengi, en já, við erum að taka þessu bara rólega,“ segir Edda þegar hún er spurð hvort að hún sé komin í samband.

Edda og Kristján kynntust þegar Edda flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn í júlí í fyrra og urðu þau þá strax ástangin. Edda var á þeim tímapunkti nýkomin úr öðru sambandi og segir hún því tímann ekki hafa verið réttan. Leiðir þeirra hafa nú legið aftur saman og gamlar glæður kviknað á ný. 

Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal Vísis við Eddu þar sem hún tjáir sig um æskuna, móðurmissinn, íþróttirnar og óviðeigandi skilaboð í kjölfar myndbirtinga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.