Körfubolti

Flugvél með lið Utah Jazz þurfti að nauðlenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donovan Mitchell hefur verið í fararbroddi hjá liði Utah Jazz í vetur en bakvörðurinn snjalli er með 25,7 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Donovan Mitchell hefur verið í fararbroddi hjá liði Utah Jazz í vetur en bakvörðurinn snjalli er með 25,7 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. AP/Rick Bowmer

Utah Jazz menn hafa ekki lent í miklum vandræðum inn á vellinum á þessu tímabili en liðið slapp með skrekkinn þegar fuglahópur var að flækjast fyrir flugvél liðsins í gær.

Utah Jazz hefur átt magnað tímabil í NBA deildinni í körfubolta og liðið er með bestan árangurinn í allri deildinni. Liðið lenti aftur á móti í vandræðum í gær á leið sinni í næsta leik.

Flugvél með lið Utah Jazz þurfti nefnilega að nauðlenda eftir að hafa flogið á fuglahóp á leið sinni til Memphis í Tennessee fylki. Við þennan árangur kveiknaði í hreyfli og hann hætti að virka. Atvikið varð skömmu eftir flugtak.

Enginn meiddist sem betur fer og flugvélin snéri til baka og lenti aftur á flugvellinum í Salt Lake City.

Samkvæmt heimildarmanni Adrian Wojnarowski þá heyrðu leikmenn mikinn hvell og sáu síðan leiftur frá vinstri hreyfli vélarinnar. Það mátti sjá blóðslettur á flugvélinni eftir fuglahópinn.

Leikmenn voru þakklátir fyrir að allir sluppu ómeiddur og að vélin lenti án mikilla vandræða. Liðsmenn Utah Jazz þökkuðu guði og öðrum fyrir að hafa komist aftur á jörðina heilu og höldnu.

Leikurinn á móti Memphis Grizzlies er enn á dagskrá í kvöld og liðið flaug síðan til Memphis í nótt.

Utah Jazz hefur unnið 35 af 46 leikjum sínum á leiktíðinni til þessa eða þremur fleiri en næstu lið sem eru Philadelphia 76ers, Brooklyn Nets, Phoenix Suns og Los Angeles Clippers.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.