Erlent

Segir lækni hafa stækkað brjóst hennar án sam­þykkis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stone gaf nýverið út bók þar sem hún fjallar um atvikið, ásamt mörgu öðru.
Stone gaf nýverið út bók þar sem hún fjallar um atvikið, ásamt mörgu öðru. Frazer Harrison/Getty

Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að skurðlæknir hafi sett í hana stærri brjóstapúða en hún hafði samþykkt, í aðgerð sem hún gekkst undir árið 2001, í kjölfar þess að góðkynja æxli voru fjarlægð úr brjóstum hennar.

 Læknirinn hafi stækkað brjóstin því hann teldi að Stone myndi líta betur út með „stærri og betri brjóst.“

Frá þessu greinir Stone í nýútgefinni bók, sem The Times vitnar í. Hún segir að hún hafi vaknað í kjölfar aðgerðarinnar og tekið eftir því að brjóstin væru stærri en rætt hafði verið um.

„Þegar umbúðirnar voru teknar af mér uppgötvaði ég að brjóstin voru heilli skálarstærð stærri en þau áttu að vera,“ segir Stone og bætir við að lækninum hafi fundist stærri brjóst „henta mjaðmastærð“ leikkonunnar betur.

„Hann breytti líkama mínum án minnar vitundar eða samþykkis.“

Í bók sinni, The Beauty of Living Twice, fjallar hin 63 ára gamla Stone um fleiri hluti, sem sumir hverjir hafa markað djúp spor í lífi hennar.

Til að mynda fjallar hún um kynferðismisnotkun sem hún og Kelly systir hennar þurftu að þola af hendi afa síns, sem lauk ekki fyrr en hann lést þegar Stone var fjórtán ára gömul. Systir hennar var þá ellefu ára.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.