Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2021 13:36 Delta Air Lines hóf flugferðir milli Íslands og New York árið 2011. Getty/NurPhoto Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34
Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30
Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41