Skoðun

Takmarkanir

Brynjar Jóhannsson skrifar

Þessa dagana blasir við kunnuglegur raunveruleiki, sem þó var ekki eins kunnuglegur fyrir rúmu ári síðan. Í ljósi faraldursins neyðast stjórnvöld til að setja takmarkanir á daglegt líf fólks. Takmarkanir á skólastarf, á samveru; takmarkanir á þá hluti sem almennt teljast jákvæðir hlutar eðlilegs lífs. Slíkar hömlur eru erfiðar mörgum, þó miserfiðar séu, en flestir geta þrátt fyrir það sammælst um að þær séu nauðsynlegar svo að lífið komist í eðlilegt horf við fyrsta tækifæri.

En þessar takmarkanir vekja upp mikilvægar spurningar. Með þeim er leitast við að útrýma vágesti, sem þó er ekki eini vágestur sem herjar hefur á landann. Það er nú orðið ljóst að þessar aðgerðir standa stjórnvöldum til boða, en eftir stendur spurningin: „Hvers vegna er eingöngu hægt að grípa til svo sterkra aðgerða þegar kemur að heimsfaraldri kórónuveiru, þegar aðrir faraldrar herja á þjóðina?“

Einnig er vert að spyrja hvers vegna hægt er að takmarka eingöngu hið jákvæða, þ.e. skólastarf og samveru, en ekki er hægt að takmarka raunverulega skaðlega hegðun?

Ég biðla því til stjórnvalda að grípa til sambærilegra aðgerða til að stöðva vandamál sem hefur verið viðvarandi í áraraðir. Það þarf að stöðva veggjarkrot. Þetta er ekki flókið.

Höfundur er stofnandi Félags ungs fólks gegn veggjarkroti (FUFV).



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×