Magdeburg er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna sem fer fram eftir viku. Ómar Ingi Magnússon og félagar hans leiddu með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9 Magdeburg í vil.
Það lifnaði örlítið yfir sóknarleik heimamanna í síðari hálfleik en Magdeburg gaf ekki þumlung eftir. Þar ber helst að nefna Ómar Inga Magnússon en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu af 32 mörkum Magdeburg í kvöld.
Mörkin tíu skoraði Ómar Ingi úr aðeins 11 skotum.
Lokatölur leiksins 32-24 Magdeburg í vil og ljóst að þýska félagið er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.