Körfubolti

Tryggvi Snær tók sjö frá­köst er Zaragoza tapaði sínum öðrum leik í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Zaragoza hafa átt góðu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu það sem af er tímabili. Það er þangað til í kvöld er liðið steinlá gegn Bamberg frá Þýskalandi, lokatölur 117-76.

Zaragoza hefur eins og áður sagði spilað vel í Meistaradeildinni á meðan gengið heima fyrir hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Í kvöld fékk liðið hins vegar stóran skell. Eftir að hafa verið fimmtán stigum undir í hálfleik, 55-40, þá endaði liðið á því að tapa með 41 stigs mun.

Lokatölur í Þýskalandi 117-76 heimamönnum í Bamberg í vil. Þrátt fyrir tap kvöldsins er Zaragoza á toppi L-riðils með fimm stig að loknum þremur leikjum.

Tryggvi Snær skoraði fjögur stig ásamt því að taka sjö fráköst á þeim tuttugu mínútum sem hann lék í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×