Körfubolti

LeBron ekki brotinn en gæti verið lengi frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LeBron James fór meiddur af velli gegn Atlanta Hawks í gær.
LeBron James fór meiddur af velli gegn Atlanta Hawks í gær. Michael Owens/Getty Images

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, fór meiddur af velli í tapi liðsins gegn Atlanta Hawks. LeBron snéri sig á ökkla en röntgen myndir sýna að hann er ekki brotinn. Hann gæti þó verið frá í allt að þrjá mánuði.

LeBron James átti ekki góðan dag þegar lið hans, Los Angeles Lakers, tapaði gegn Atlanta Hawks.

LeBron þurfti að yfirgefa völlinn í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Góðu fréttirnar eru þær að hann er ekki brotinn, en meiðsli eins og þessi geta tekið frá sex vikum og allt upp í þrjá mánuði að jafna sig.

Seinasti leikur liðsins fyrir úrslitakeppni er 16. maí, eða eftir tæpa tvo mánuði. Það verður því að koma í ljós hvort að þessi 36 ára leikmaður sem fjórum sinnum hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar verði klár fyrir þann tíma.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×