Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 17:00 Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðunu unnu sinn þriðja sigur í röð í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira