Liverpool saknaði Diogo Jota þegar hann var frá keppni vegna meiðsla og það sannaðist í gær þegar hann tryggði liðinu langþráð þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni.
Diogo Jota skoraði sigurmark leiksins þegar Liverpool vann 1-0 sigur á hans gömlu félögum í Wolves.
Þetta var þriðja sigurmark Jota í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann tryggði Liverpool einnig 2-1 sigur á Sheffield United 24. október og 2-1 sigur á West Ham United viku síðar.
Diogo Jota scores against his former club to put Liverpool up 1-0
— B/R Football (@brfootball) March 15, 2021
His first goal since returning from injury pic.twitter.com/7JMOd0Nz3b
Jota er nú kominn með tíu mörk í búningi Liverpool en þetta er hans fyrsta tímabil á Bítlaborginni. Hann skoraði sextán mörk með Úlfunum á síðasta tímabili (48 leikir) en tíu mörk tímabilið 2018-19 (37 leikir).
Jota náði tíunda markinu sínu í leik númer 21. Hann var á eftir Mohamed Salah en á undan bæði Sadio Mane og Roberto Firmino.
Salah þurfti bara sextán leiki til að skora sitt tíunda mark fyrir Liverpool en Mané þurfti þrjá fleiri en Jota eða 24 talsins. Tíunda mark Firmino kom ekki fyrr en í leik númer 42.
Jota er alls með sex mörk í tólf leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu sex byrjunarliðsleikjum sínum í deildinni.
Diogo Jota s contribution for Liverpool tonight
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 15, 2021
47 touches, 5 in opposition box
21 duels
1 chance created
2 shots, both on target
10th goal for club, in 21st app (Salah took 16 apps, Mane 24 & Firmino 42 to score first 10 goals for Liverpool) pic.twitter.com/0AuoNfC7A0