Píratar til sigurs Magnús D. Norðdahl skrifar 12. mars 2021 11:31 Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar