Körfubolti

Viðar Örn: Prófaðu að „Goog­le-a“ and­lega fjar­veru liðsins

Andri Már Eggertsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir

ÍR valtaði yfir Hött í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst yfir snemma leiks og litu aldrei um öxl eftir það og komst Höttur aldrei í neinn takt við leikinn. 

„Það var ekki skemmtilegt að horfa á þennan leik í kvöld hvorki fyrir mig né þig. Við vorum andlega fjarverandi í kvöld sem gerði okkur mjög erfitt fyrir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, svekktur með leik sinna manna. 

Höttur byrjaði leikinn ekki vel, ÍR tók frumkvæðið snemma leiks með 11 - 2 kafla sem setti gestina á hælana strax í byrjun leiks. 

„Höttur spilaði ekki leikinn í kvöld, við vorum andlega fjarverandi eins og ég hef nefnd og því fór sem fór. Ég er ekki með svör hvað veldur þú verður að prófa að Google-a það,“ sagði Viðar svekktur og óskaði eftir að spyrill myndi „Google-a“ andlega fjarveru liðsins. 

Viðar Örn átti fá svör við þessum slaka leik liðsins, honum fannst leikurinn vondur í alla staði og ítrekaði að hans menn voru ekki með meðvitund.

„Þú getur tekið ákveðna leikmenn fyrir og reynt að búa til fyrirsagnir. Liðið Höttur tapaði í kvöld og allir leikmenn liðsins voru ekki með á nótunum," sagði Viðar að lokum er hann var aðspurður út í frammistöðu Dino Stipcic. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×